Eðlilegar aðgerðir markaðar sem markaðsmisnotkun?

Er ekki síminn að verja hagsmuni sína? Væri eitthvað óeðlilegt að Vodafone væri með verkefni um Síma-stórnotendur eða þá Nova og setti sína bestu sölumenn í það verkefni? Átti að setja þá verstu í verkefnið? 

Guðbjörn


mbl.is Fengu hrós frá forstjóranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki með "pointið" rétt. Síminn nýtti sér trúnaðarupplýsingar sem hinir hafa engan aðgang að og bannað er að nota. Í því felst misnotkunin.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 19:31

2 identicon

Hin fyrirtækin hafa líka upplýsingar um það hvernig hringt er til þeirra frá öðrum fyrirtækjum og hver segir að þau notfæri sér það ekki?

Gunnar (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 22:41

3 Smámynd: Óskar

Gunnar og Guðbjörn, Nova hefur ekki upplýsingar trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini Símans en Siminn hefur hinsvegar þessar upplýsingar um viðskiptavini Nova vegna þess að Nova verður að keyra á dreyfikerfi símans.  Þar liggur munurinn og því er þetta ólöglegt og að sjálfsögðu algjörlega siðlaust- en bara samt nokkuð dæmigert Íslenskt siðferði virðist vera. 

Óskar, 22.5.2010 kl. 06:35

4 identicon

Óskar, þetta er ekki alveg rétt með farið hjá þér.

Það sem Síminn hefur verið að skoða eru upplýsingar um umferð í símanúmer hjá Nova í gegnum sitt kerfi(þ.e. flutningur símtals úr kerfi Nova yfir til Símans og öfugt).

Slíkar upplýsingar hefur Nova líka þar sem þeir reka sitt eigið 3G kerfi. Sama gildir um Vodafone.

Þar sem Nova er ekki með 3G kerfi þá fara þeir yfir á kerfi Vodafone en ekki Símans. Sama gildir um Vodafone, þeir eru ekki með 3G kerfi og nota kerfi Nova.

Einu skiptin sem Nova notar kerfi Símans er þegar þeir eru á svokölluðum skyldureikissvæðum á svokölluðu Þjóðvegaverkefni (GSM samband á Þjóðvegi 1 skv. útboði ríkissins). Þar ber rekstraraðilanum að selja öllum aðgang að sínum GSM sendum.

Tal og Alterna standa fyrir utan þetta því að Tal notar

GSM kerfi Vodafone og Alterna GSM kerfi Símans.

Bensi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 09:11

5 identicon

Þú ert nú líka svolítið að bulla Bensi minn. Ég er sjálfur með gsm síma hjá Nova og bý fyrir utan þeirra 3g svæði. Minn sími er mun oftar inn á kerfi símans heldur en Vodafone. Það er nefnnilega þannig með marga síma að maður getur stillt þá þannig að hann leitar að besta sambandinu og auðvitað er það oftast síminn þar sem þeir fengu jú dreifikerfið up í hendurnar frá ríkinu. Svo er nú aðalfréttin auðvitað sú að þeir notuðu trúnaðarupplýsingar eins og kemur skýrt fram í fréttinni.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 11:59

6 Smámynd: Guðbjörn Sverrir Hreinsson

Grefillinn sjálfur: Þetta er reyndar bráðabirgðaákvörðun hjá Samkeppniseftirlitinu, sjá http://samkeppni.is/samkeppni/is/frettir/?cat_id=36905&ew_0_a_id=362663. Pointið er að SE segist hafa fundið gögn sem benda til þess að trúnaðargögn hafi verið misnotuð, þetta á ég bara erfitt með að trúa, öll fjarskiptafélögin hafa upplýsingar um hverjir eru að hringja í gegnum þeirra kerfi og geta notað þau ef þau vilja. Það kostar hins vegar tíma og effort og þess vegna líklega sejta menn bestu sölufólkið í verkefnið. Man eftir því sem nemi í Bandaríkjunum að símafélögin hringdu nánast á víxl í hverjum mánuði - mest græddi ég á því, viðskiptavinurinn!

Óskar: Nova keyrir á eigin 3G dreifikerfi, meira að segja Vodafone keyrir sína 3G umferð á neti NOVA að miklu (öllu?) leyti.

Sigurður: Almennt þá reyna símafélögin eðlilega að halda umferð innan sinna eigin neta, flest þeirra gera samt ráð fyrir að vera ekki með dekkningu og gera samningi við önnur símafélög um að sjá um þjónustuna þegar svo til fellur.

 Almennt: Fréttin er í æsifréttastíl sem á líklega við 90% allra frétta í dag, enginn tilraun til að rannsaka málið eða setja lesandann inn í málið, enda gefur titillinn til kynna að þetta sé frétt af sorpsíðunum en ekki úr viðskiptaheiminum. Eigum við ekki betur skilið en þetta að fréttir séu betur unnar? Það að setja fram hrós forstjóra, áherslu á besta fólkið o.s.frv. sem rök fyrir glæpsamlegu athæfi virkar eins og lítið annað sé að baki.


mbk,
Guðbjörn

Guðbjörn Sverrir Hreinsson, 24.5.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Sverrir Hreinsson
Guðbjörn Sverrir Hreinsson

Nýjustu myndir

  • ATT Global NOC
  • ...aus2_160517
  • Ást!
  • Er ég ekki sæt?
  • Í brúðufötum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband