Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
25.3.2007 | 21:07
Skattlækkun á bleyjum!
Það er að segja skattlækkunin sem hefði átt að vera á bleyjum. Þau sem eiga ungabörn vita að þetta er töluverður kostnaður og örugglega þokkalegur hluti af innkaupunum. Þess vegna kemur það skakkt fyrir sjónir að lækka vask af gosi og áskriftum af sjónvarpi og blöðum en ekki bleyjum. En hækkunin, nei lækkunin (ekki vanur svona orði) virðist eiginlega vera horfin, en þó ég fegin myndi vilja vita það þá veit ég það ekki fyrir víst eða þá hvort það var vísitalan eða smásalan eða heildsalan sem stal henni. Enda virðist allur glamúr af þessarri fréttamennsku í dag, ráðamenn og frammámenn hafa þegar tjáð okkur að við eigum að fylgjast með þessu sjálf... Yea right, er virkilega einhver að bera saman kassakvittanir milli mánaða? og láta vita ef það hefur hækkað? Hvert á maður annars að láta vita? Væri ekki besta lausnin að hafa almennilega stofnun sem fylgist með þessu?
En hvað er ég að kvarta, ég hef náttúrulega nóg af peningum, allavega miðað við verðið á öllu, vextina á lánunum sem ég hef, hækkunina á tryggingunum og nánast öllu öðru. Best að gera eins og allir aðrir (íslendingarnir allavega) og hætta að pæla í þessu; þetta reddast.
-gsh
16.3.2007 | 15:54
Virkjun hafin!
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar